spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞór bætir í hópinn

Þór bætir í hópinn

Þór Akureyri hefur samið við Öddu Sigríði Ásmundsdóttur fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.

Adda er 16 ára bakvörður sem að upplagi er úr Snæfell, en þar hefur hún leikið með meistaraflokki frá tímabilinu 2021-22. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands. Síðasta sumar lék hún fyrir undir 16 ára lið stúlkna og þá er hún um þessar mundir í æfingahóp undir 18 ára stúlkna.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Öddu Sigríði Ásmundsdóttur um að leika með Þórsliðinu.

Adda er ungur og efnilegur bakvörður frá Stykkishólmi sem hefur leikið undanfarin tímabil með Snæfell í bæði 1. deild og efstu deild.

Adda er fædd árið 2008, 174cm á hæð, og var í U16 landsliðinu síðasta sumar ásamt því að vera í æfingahóp U18 landsliðsins fyrir næsta sumar.

Við bjóðum Öddu velkomna í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með henni í baráttunni.

Fréttir
- Auglýsing -