Martin Hermannsson og Alba Berlin lutu í lægra haldi gegn Milan í kvöld í EuroLeague, 100-68.
Martin lék rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 4 stigum, frákasti og 6 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í liði Alba Berlin í leiknum.
Eftir leikinn er Alba Berlin í 18. sæti deildarinnar með þrjá sigra og 18 töp það sem af er tímabili.