Kvennalið Njarðvíkur sigraði í hörkuspennandi leik gegn Aþenu í Breiðholtinu í kvöld með lokatölunum 66-70. Liðin háðu jafna baráttu þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunum.
Aþena byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddu eftir fyrsta leikhluta með 28-19. Heimakonur sýndu sterka vörn. Frábær frammistaða Ajulu Obur Thata, sem skoraði 11 stig og tók 6 fráköst, var lykilatriði í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Njarðvík náðu þó að saxa á forskotið í öðrum leikhluta, en Aþena fór engu að síður með sex stiga forystu í hálfleik, 39-33.
Í þriðja leikhluta héldu liðin áfram að berjast jafnt, þar sem bæði lið áttu í basli með að hitta í körfuna, voru m.a að missa létt sniðskot. Njarðvík náði þó að minnka forskot Aþenu niður í aðeins fjögur stig fyrir lokaleikhlutann, 52-48.
Lokaleikhlutinn var sannkölluð spennusaga. Njarðvík jafnaði leikinn snemma og tók síðan forystuna, en Aþena gaf ekkert eftir. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir var Njarðvík komið í bónus, sem gaf þeim tækifæri til að styrkja stöðu sína. Með mikilvægu framlagi frá Brittany Dinkins, sem var stigahæst með 25 stig, tryggðu Njarðvíkurkonur sér að lokum sigur.
Þessi sigur var mikilvægur fyrir Njarðvík, sem styrkir stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með 9 sigra, á meðan Aþena situr í neðsta sæti með 6 stig ásamt Grindavík sem er ofar í töflunni.