spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaErfiður fyrsti fjórðungur Val að falli í Ólafssal

Erfiður fyrsti fjórðungur Val að falli í Ólafssal

Topplið Hauka lagði Val í kvöld í Ólafssal í 14. umferð Bónus deildar kvenna, 89-73. Sem áður eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 24 stig, en Valur er í 7. til 8. sætinu með 10 stig.

Heimakonur í Haukum mættu dýrvitlausar til leiks. Náðu að stoppa varnarlega og þá voru skotin þeirra að detta hinummegin á vellinum. Staðan 30-13 að fyrsta fjórðung loknum. Undir lok hálfleiksins láta Haukar svo kné fylgja kviði og eru komnar með þægilega 24 stiga forystu í hálfleik, 53-29.

Seinni hálfleikurinn var öllu jafnari en sá fyrri. Haukar héldu fengnum hlut í upphafi hans og var staðan 77-53 fyrir þann fjórða. Undir lok leiks nær Valur aðeins að laga stöðuna, en ekki nóg til að gera leikinn spennandi undir lokin. Niðurstaðan 16 stiga sigur heimakvenna, 89-73.

Stigahæstar í liði Hauka í leiknum voru Lore Devos með 24 stig og Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 18 stig.

Fyrir Val var Alyssa Cerino stigahæst með 20 stig og Jiselle Thomas með 16 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -