Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson munu taka við þjálfun liðs Keflavíkur í Bónus deild kvenna samkvæmt vef Víkurfrétta.
Sigurður og Jón Halldór taka við liðinu sem hefur verið þjálfaralaust síðasta mánuðinn síðan að Friðrik Ingi Rúnarsson sagði starfi sínu lausu.
Báðir þekkja Sigurður og Jón Halldór lið Keflavíkur ágætlega, en báðir hafa þjálfað meistaraflokka félagsins áður. Kvennaliðið þjálfaði Sigurður síðast 1991 til 1996 og Jón Halldór síðast 2006 til 2011 og aftur 2019 til 2022.