Danielle Rodriguez og Fribourg lögðu Baden í svissnesku úrvalsdeildinni í dag, 86-73.
Á tæpum 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Danielle 23 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum, en hún var framlagshæsti leikmaður vallarins í leiknum.
Sem áður eru Danielle og Fribourg í efsa sæti svissnesku deildarinnar, taplausar eftir fyrstu 13 umferðirnar.