spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaAtkvæðamikill í slag efstu liða

Atkvæðamikill í slag efstu liða

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos báru sigurorð af Estudiantes í toppslag spænsku Primera Feb deildarinnar í dag, 91-95.

Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leiknum var Jón Axel með 12 stig, 3 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Eftir leikinn eru Jón Axel og Burgos einir í efsta sæti deildarinnar með fimmtán sigra og aðeins eitt tap, en sigur dagsins var sá áttundi í röð hjá félaginu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -