spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAftur á sigurbraut með nýjum leikmanni

Aftur á sigurbraut með nýjum leikmanni

Ármann komst aftur á sigurbraut á föstudagskvöld með sannfærandi 88-98 sigri gegn Skallagrími í Borgarnesi í fyrstu deild karla. Leikurinn var jafn framan af, en Ármann tók völdin í seinni hálfleik og náði mikilvægum sigri í toppbaráttu 1. deildar karla.

Nýr leikmaður Ármanns, Jaxson Schuler Baker var atkvæðamestur með 25 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Arnaldur Grímsson bætti við 18 stigum og 8 fráköstum og Kristófer Breki Björginsson skoraði 16 stig og tók 5 fráköst.  Cedrick Bowen var nálægt þrennu með 9 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Hjá Skallagrími var Steven Luke Moyer frábær með 41 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. Jure Boban skoraði 20 stig.

Ármenningar eru því einir á toppnum en liðin í 2.-4. sæti eiga leik inni. Það stefnir í svakalega toppbaráttu í 1. deild karla.

Staðan í deildinni

Önnur úrslit kvöldsins

Fréttir
- Auglýsing -