Friðrik Leó Curtis mun ganga til liðs við Arizona State í bandaríska háskólaboltanum fyrir komandi 2025-26 tímabil.
Friðrik er að upplagi úr ÍR, en hann hefur leikið í Bandaríkjunum á yfirstandandi tímabili eftir að hafa verið einn besti leikmaður fyrstu deildar karla á síðustu leiktíð. Arizona State eru staðsettir í Tempe borg Arizona ríkis Bandaríkjanna og leika í Big 12 deildinni ásamt sterkum liðum á borð við Baylor, Kansas og University of Arizona.
Samkvæmt heimildum mun Leó hafa valið Arizona State framyfir aðra sterka skóla eins og West Virginia og Indiana.