spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSjöundi heimasigur Stjörnunnar í röð

Sjöundi heimasigur Stjörnunnar í röð

Stjarnan hafði betur gegn KR í Umhyggjuhöllinni í kvöld í 13. umferð Bónus deildar karla, 94-86. Eftir leikinn er Stjarnan í efsta sæti deildarinnar með 22 stig á meðan KR er í 7. sætinu með 12 stig.

Fyrir leik

Leikur KR og Stjörnunnar í fyrri umferð deildarkeppninnar var gífurlega spennandi. Þar fór Stjarnan með eins stigs sigur af hólmi eftir að KR hafði meira og minna leitt allan seinni hálfleikinn. Gengi liðanna síðan þá verið nokkuð ólíkt, þar sem KR hefur verið um miðja deild á meðan Stjarnan hefur nánast slitlaust setið í efsta sæti deildarinnar.

Fyrir leik var ljóst að Linards Jaunzems lykilleikmaður KR myndi ekki leika með, en hann mun hafa meiðst á ökkla í síðasta leik liðsins.

Gangur leiks

Heimamenn virtust með ágætistök á leiknum í upphafi, en baráttuglaðir KR-ingar fylgdu þó fast á eftir þeim og var munurinn aðeins 3 stig að fyrsta fjórðung loknum, 17-20. Leikurinn heldt svo jafn vel inn í annan fjórðunginn. Um miðbygg hans nær Stjarnan að fá nokkur skot til að detta og er það Hilmar Smári Henningsson sem fer fyrir sínum mönnum og leiða þeir með 9 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja, 50-41.

Stigahæstur fyrir KR í fyrri hálfleiknum voru Vlatko Granic og Nimrod Hilliard með 9 stig hvor. Fyrir heimamenn var það Jase Febres sem var stigahæstur í hálfleik með 16 stig.

Mun meiri kraftur er í leik KR í upphafi seinni hálfleiks. Hægt og bítandi ná þeir nánast að vinna niður forskotið. Komast næst heimamönnum í stöðunni 62-60 þegar um þrjár eru eftir af þriðja. Heimamenn ná þó að koma í veg fyrir að KR nái alveg að koma til baka, blta aðeins í og er 8 yfir fyrir lokaleikhlutann, 68-60.

Leikurinn helst nokkuð jafn inn í fjórða leikhlutann. Stjarnan er þó skrefinu á undan og munar enn 6 stigum þegar fimm mínútur eru til leiksloka, 79-73. Mikið nær komast gestirnir ekki á lokamínútunum. Stjarnan lokar leiknum á gífurlega skilvirkan hátt. Langar sóknir, passa boltann vel og eru duglegir að koma sér á línuna. Niðurstaðan að lokum nokkuð sterkur sigur Stjörnunnar, 94-86, en þeir hafa nú unnið sjö leiki í röð á heimavelli í deildinni.

Atkvæðamestir

Stigahæstir heimamanna í leiknum voru Hilmar Smári með 30 stig og Jase með 27 stig. Fyrir KR var Nimrod Hilliard stigahæstur með 27 stig.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 16. janúar. Þá heimsækir Stjarnan lið ÍR í Skógarsel og KR tekur á móti Þór á Meistaravöllum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -