spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEkkert gefins hjá Grindavík

Ekkert gefins hjá Grindavík

Grindavík tók á móti Haukum í 13. umferð Bónusdeildar karla sem hófst í kvöld. Fyrir umferðina var Grindavík í 4. sæti með 12 stig en Haukar í því neðsta með sex stig. En það hefur verið stígandi í leik Hauka hafa unnið sína 3 leiki í síðustu 4 umferðum.  Á meðan Grindavík hefur bara unnið 1 leik af síðustu 4 umferðum. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikinn. Grindavík náði sinni forystu síðustu fimm mínútur í fyrsta leikhluta og hélt henni út leikinn og sigruðu 79-71

Það var jafnræði með liðunum til að byrja með, engin flugeldasýning en fínn áhorfs. En þegar líða tók á leikhlutann náðu heimamenn aðeins að slíta sig frá gestunum. Það var kannski aðallega því að kenna að hittni Haukanna dalaði en Grindavík gekk betur að finna körfuna og fóru með 25-18 forskot í annan leikhlutann.

Heimamenn gáfu engan afslátt í upphafi annars leikhluta, það tók Hauka eitt leikhlé til aðeins að kveikja á sér og setti Steven Verplancken tvær þrigga stiga körfur. En Grindavík ætlaði nú ekki að láta forskotið sem þeir höfðu frá sér svo auðveldlega. Þeir héldu í forystunni og leiddu í hálfleik 47-39.

Seinni hálfleikur hófst með Haukum í ham, voru mun ákveðnari í sínum aðgerðum og tókst að minnka forskotið niður í 3 stig fljótlega. En það er ekket gefins hjá Grindavík, á skömmum tíma var aftur komin þægileg forysta heimamanna. Þeir náðu að halda þessari forystu til enda leikhlutans og fóru með 10 stiga mun inn í 4. leikhluta, 67-57.

Það tók liðin alveg næstum 3 mínútur að skora fyrstu stigin í 4. leikhluta þegar Jordan setti niður vítaskot.  Bæði líð mjög aggressív í varnarleik sínum.  Umræddur Jordan var með fyrstu fimm stig heimamanna, öll frá vítalínunni. Grindavík hleypti Haukum ekkert of nálægt sér og þegar Kane setti niður þrist þegar 1:30 voru eftir, þá má segja að ljösin hafi slökknað hjá Haukum. Grindavík sigldi þessum leik heim og unnu 79-71.

Hjá Grindavík var Kane atkvæðamestur með 22 stig og 9 fráköst, Mortensen skilaði 15 stigum og 8 fráköstum. Devon setti niður 14 stig.  Hjá Haukum var gamla brýnið, Everage með 20 stig og Verplancken setti 16 stig. De’sean Parson átti síðan ljómandi góðan leik með 13 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.

16. janúar fer svo Grindavík austur og heimsækir Hött en Haukar taka á móti Tindastól 17. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -