Keflavík lagði Hött nokkuð örugglega í Blue höllinni í kvöld í 13. umferð Bónus deildar karla, 112-98.
Eftir leikinn er Keflavík í 4. til 6. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Höttur er í 11. sætinu með 8 stig.
Það voru gestirnir frá Egilsstöðum sem hófu leik kvöldsins betur og leiddu með sex stigum að fyrsta fjórðung loknum, 23-29. Leikar jafnast þó um miðbygg annars fjórðungs og eru það heimamenn sem hafa yfirhöndina þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 60-53.
Keflvíkingar halda áfram að bæta í sarpinn í upphafi annars hálfleiks og eru komnir með þægilega sautján stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 93-76. Í honum gera þeir svo nóg til að sigla að lokum gífurlega öruggum fjórtán stiga sigur í höfn, 112-98.
Atkvæðamestur heimamanna í kvöld var Ty Shon Alexander með 35 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Honum næstur var Igor Maric með 17 stig og 5 fráköst.
Fyrir Hött var það Gedeon Dimoke sem dró vagninn með 24 stigi og 11 fráköstum. Þá bætti Obie Trotter við 16 stigum og 4 fráköstum.