spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞór skellti Íslands-og bikarmeisturunum örugglega

Þór skellti Íslands-og bikarmeisturunum örugglega

Þórsstúlkur unnu afar sannfærandi sigur á tvöföldum meisturum Keflavíkur þegar liðin mættust í íþróttahöllinni á Akureyri í 13. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 109:87.

Leikur Þórs og Keflvíkinga byrjaði fjörlega og ljóst að bæði liðin ætluðu sér að ná tökum á leiknum strax í uppi, slíkur var hraðinn í fyrsta leikhluta en gestirnir höfðu af honum loknum eins stig forskot 27:28. Gestirnir leiddu nánast allan fyrsta leikhlutann mest með 5 stigum 28:23. 

Sama var uppi á teningunum í öðrum leikhluta þ.e. gestirnir höfðu jafnan naumt forskot en eins og í fyrsta leikhluta þó aldrei meir en 5 stig. Sem fyrr mikill hraði í leiknum, sem bauð upp á mikla skemmtun og von um spennandi síðari hálfleik. Keflvíkingar unnu leikhlutann 22:23 og fór því með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn 49:51.

Þær Amanda Toi hjá Þór og Jasmine hjá Keflavík fyrir mikinn í fyrri hálfleik og hvor um sig komin með 21 stig. Þá var Maddie með 12 stig og þær Thelma, Sara og Julia hjá gestunum með 7 stig hver.

Eins og áður segir töldu menn að fyrri hálfleikur gæfi von um jafnan og spennandi leik en svo varð aldeilis ekki. Þórsstúlkur komu með miklum látum inn í þriðja leikhlutann staðráðnar í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hægt og rólega tók liðið yfir leikinn náði mest 19 stiga forskoti 80:61þegar tvær og hálf mínúta lifði leikhlutans, sem Þór vann með 14 stigum 33:17.

Þarna voru heimakonur búnar að loka vel á gestina og juku forskotið jafnt og þétt og um miðjan leikhlutann var munurinn orðin 20 stig 95:75. Lokakaflinn var eign Þórs sem lokaði leikhlutanum með 8 stiga sigri 27:19 og tuttugu og tveggja stiga sigur Þórs 109:87 afar sanngjarn. 

Þar með vann Þór sinn 7. deildarsigur í röð og hefur þar með unnið alla heimaleiki vetrarins í deild og bikar. Þessi sigur þýðir að Þór er eitt liða í öðru sæti með 18 stig en Keflavík, Tindastóll og Njarðvík fylgja fast á eftir öll með 16 stig en Haukar tróna á toppi deildarinnar með 22 stig. 

Gangur leiks eftir leikhlutum 27:28 / 22:23 (49:51) 33:17 / 27:19 = 109:87.

Framlag leikmanna Þórs: Amandine Toi 37/2/3, Maddie 21/12/7, Esther Fokke 16/6/7, Eva Wium 16/6/1, Natalia Lalic 11/3/0, Emma Karólína 5/9/3 og Hrefna Ottósdóttir 3/2/0.

Framlag leikmanna Keflavíkur: Jasmine Dickey 39/9/2, Julia Bogumila 13/6/8, Sara Rún 11/7/5, Thelma Dís 9/3/1, Anna Ingunn 7/1/3, Agnes María 4/2/0, Anna Lára 4/4/2.

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -