spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTopplið Hauka tók sigur í Njarðvík

Topplið Hauka tók sigur í Njarðvík

Haukar mættu í Icemar höll þeirra Njarðvíkinga í kvöld í Bónusdeild kvenna en topplið deildarinnar hafði harma að hefna frá því fyrr í vetur þegar Njarðvík sótti sigur í Hafnarfjörðinn.

Framan af voru Haukastúlkur betri aðilinn og voru að hitta gríðarlega vel úr skotum sínum. Njarðvík hinsvegar á heimavelli og þekkir körfur sínar vel og voru vissulega að hitta einnig vel en varnarleikurinn hefði þurft að vera harðari á köflum. Njarðvík skartaði nýjum leikmanni þetta kvöldið þegar Eygló Kristín Óskarsdóttir steig sín fyrstu spor í grænum Njarðvíkurbúning. Eygló hafði leikið “hinumegin við lækinn” í Keflavík síðasta árið rúmlega. Stúlkan skilaði góðum mínútum fyrir Njarðvík og líkast til mesta þörfin þetta kvöldið gegn hávöxnu liði Hauka.

Það var hinsvegar Tinna Alexandersdóttir sem átti sviðið fyrstu 20 mínútur leiksins en þá hefði hún gert 17 stig og var að spila fanta vel. En eins vel og Haukar voru að spila þá var seigla í Njarðvíkurliðinu sem voru aðeins 4 stigum undir í hálfleik í stöðunni 47:51.

Haukar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og komu sér fljótlega í 11 stiga forystu en Njarðvíkurliðið var þó aldrei langt undan og Haukar náðu aldrei almennilega að hrista þær af sér. Að venju hægðist á stigaskorun liðanna eftir fína hittni beggja liða í fyrri hálfleik. Haukar leiddu. með 9 stigum fyrir síðustu 10 mínútur leiksins og voru í bílstjórasæti leiksins og Njarðvík enn alltaf að elta.

Það var fátt um fína drætti í upphafi fjórða leikhluta og bæði lið virkuðu þreytt á lokasprettinum. Þegar um 4 mínútur voru spilaðar af leikhlutanum höfðu liðin hvor um sig skorað sína körfuna sem hentaði Haukum að sjálfsögðu nokkuð vel. Það hentaði þeim hinsvegar afar illa að Njarðvík skoruðu næstu 4 stig leiksins og komu muninum niður í 5 stig þegar 5 mínútur sléttar voru til loka leiks. Það voru hinsvegar Haukaliðið sem héldu haus út síðustu mínútur leiksins þrátt fyrir að hafa gefið Njarðvík fínan möguleika á að saxa muninn en frekar niður. Sterkur varnarleikur gestana þessar síðustu mínútur þegar þær notuðu síðust dropana af tanknum til að pressa eins fast og þær gátu á lið Njarðvíkur vógu þungt þegar á heildain er litið. Njarðvík einfaldlega bognuðu undan álaginu og 82:75 sigur toppliðs Hauka staðreynd.

Fyrrnefnd Tinna Alexandersdóttir fór fyrir Haukum þetta kvöldið í stigaskorun og setti niður 23 stig. Ena Viso leiddi Njarðvík með 22 stig Haukar halda toppsæti deildarinnar á meðan Njarðvík eru komnar í 5. sætið eftir að hafa verið á toppi deildarinnar fyrir skemmstu.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -