Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions unnu í kvöld sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið vann Nyack College í bandaríska háskólaboltanum, 69-62. Mikið verið um frestanir hjá Lions það sem af er vetri, en tímabilið virðist vera komið af stað þar og það með tveimur sigrum.
Á 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 9 stigum, 10 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Lions fá nú nokkurra daga frí áður en þær mæta næst Felician University þann 4. febrúar.