Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls lögðu San Diego Aztecs í dag í bandaríska háskólaboltanum, 41-62. Var þetta annar leikur liðanna þessa helgina, en þann fyrri unnu Cowgirls einnig, 36-54. Eftir leikinn hafa Wyoming unnið átta leiki og tapað sjö á tímabilinu.
Dagný Lísa hafði frekar hægt um sig í stigaskorun í kvöld, með aðeins tvö stig, en við það bætti hún sjö fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti. Næsti leikur Wyoming er gegn Colorado State Rams þann 5. febrúar.