spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHaukar semja við fyrrum leikmann félagsins - Vonast til að kynna nýjan...

Haukar semja við fyrrum leikmann félagsins – Vonast til að kynna nýjan þjálfara innan skamms

Nú í morgun birtu Haukar yfirferð yfir stöðu mála þar sem farið er yfir leikmanna- og þjálafaramál.

Félagið sagði á dögunum upp samningum sínum við Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat og munu leikmennirnir ekki leika með liðinu eftir áramótin. Þar áður hafði félagið sagt upp samningi sínum við þjálfarann Máté Dalmay, en Emil Barja hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum, þar sem þrír af fjórum hafa verið sigrar.

Í yfirferð félagsins er tekið fram að Emil muni ekki halda áfram og vonast félagið til að kynna nýjan þjálfara innan skamms. Þá hafi þeir á nýjan leik samið við De’Sean Parsons sem lék með þeim á síðustu leiktíð og muni leikmaðurinn leika með liðinu eftir áramót ásamt því að sinna þjálfun yngri leikmanna.

Fréttir
- Auglýsing -