Stjarnan hefur framlengt samning sinn við landsliðskonuna Diljá Ögn Lárusdóttur til ársins 2028. Staðfesti félagið þetta með fréttatilkynningu á dögunum.
Diljá er að upplagi úr Fjölni, en kom til Stjörnunnar árið 2021 og hefur verið burðarás í liði þeirra á síðustu tímabilum að undanskildu 2023-24 þegar hún var frá vegna meiðsla. Það sem af er þessu tímabili hefur hún skilað 17 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í 11 leikjum í Bónus deildinni.
Tilkynning:
Diljá Ögn Lárusdóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna
Dilja kom frá Fjölni árið 2021 og hefur spilað lykilhlutverk í frábærum árangri Stjörnuliðsins. Hún var frá allt síðasta keppnistímabil vegna meiðsla en hefur komið sterk inná gólfið aftur á þessu tímabili og var meðal annars valin í A-landsliðið sem spilaði mikilvæga leiki í síðasta mánuði í undankeppni Eurobasket 2025.
Við fögnum endurkomunni og erum ánægð með að hún hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna.