Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Panathinaikos í EuroLeague, 91-72. Valencia eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 11 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.
Á tæpri 21 mínútu spilaðri skilaði Martin 13 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum. Næsti leikur Valencia í EuroLeague er 4. febrúar gegn CSKA Moskvu.