Topplið Stjörnunnar gerði góða ferð í IceMar-Höllina í kvöld með öflugum sigri á Njarðvík.
Fimm sigurleikir í röð hjá Garðbæingum í Bónus-deild karla svo þeir fara sælir inn í jólahaldið. Hilmar Smári Henningsson fór á kostum í kvöld og lauk leik með 35 stig. Lokatölur í Njarðvík í kvöld 90-100.
Karfan spjallaði við Baldur Þór Ragnarsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik í IceMar höllinni.