Álftanes tók á móti Hetti í Bónus-deild karla í kvöld.
Álftnesingar byrjuðu leikinn umtalsvert betur og höfðu 20 stiga forystu að loknum fyrsta fjórðungi, 28-8. Eftir það unnu gestirnir sig inn í leikinn hægt og bítandi en fyrir lokaleikhlutann höfðu heimamenn samt sem áður átta stiga forskot, 73-65. Gestirnir að austan bitu þá heldur betur í skjaldarrendur og unnu fjórða leikhluta með ellefu stigum, og leikinn þar með, lokatölur 89-92.
Adam Andersen var stigahæstur gestanna með 21 stig, en hjá Álftanesi skoraði Dúi Þór Jónsson 29 stig.
Álftanes: Dúi Þór Jónsson 29, Justin James 15/4 fráköst, Dimitrios Klonaras 14/15 fráköst, David Okeke 13/9 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Hjörtur Kristjánsson 0, Viktor Máni Steffensen 0, Arnar Geir Líndal 0, Daði Lár Jónsson 0.
Höttur: Adam Heede-Andersen 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Obadiah Nelson Trotter 20, Justin Roberts 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Gedeon Dimoke 13/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 10, Nemanja Knezevic 8/6 fráköst, David Guardia Ramos 2, Sigmar Hákonarson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Óliver Árni Ólafsson 0, Vignir Stefánsson 0, Gustav Suhr-Jessen 0.