spot_img
HomeFréttirSigrún Björg og Chattanooga lutu í lægra haldi fyrir Mercer Bears

Sigrún Björg og Chattanooga lutu í lægra haldi fyrir Mercer Bears

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola tap í nótt fyrir Mercer Bears í bandaríska háskólaboltanum, 42-50. Chattanooga það sem af er tímabili unnið átta leiki og tapað sjö, en þær sitja í fjórða sæti Southern deildarinnar.

Á 36 mínútum spiluðum skilaði Sigrún Björg sex stigum og fjórum fráköstum. Chattanooga mæta Mercer í öðrum leik aðfaranótt sunnudagsins 30. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -