spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHaukar stöðvuðu sigurgöngu ÍR-inga

Haukar stöðvuðu sigurgöngu ÍR-inga

ÍR tók á móti Haukum í Bónus-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu heimamenn unnið fjóra leiki í röð eftir að Borche Ilievski tók við þjálfun liðsins, en Haukar höfðu aðeins unnið einn leik.

Haukar höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta, 20-26, og þeirri forystu héldu þeir allt til loka. Eftir jafnan leik unnu gestirnir úr Hafnarfirði þriggja stiga sigur, 93-96, og sinn annan sigur á tímabilinu.

Everage Richardson var stigahæstur í liði gestanna með 32 stig, en hjá ÍR skoraði Matej Kavas 19 stig.

ÍR: Matej Kavas 19/6 fráköst, Dani Koljanin 17/7 fráköst, Oscar Jorgensen 14, Jacob Falko 13/10 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 13/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Zarko Jukic 8/6 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 0, Jónas Steinarsson 0, Aron Orri Hilmarsson 0, Teitur Sólmundarson 0, Magnús Dagur Svansson 0. 

Haukar: Everage Lee Richardson 32, Steeve Ho You Fat 19/7 fráköst, Steven Jr Verplancken 19/6 fráköst, Seppe D’Espallier 13/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hilmir Arnarson 7, Hugi Hallgrimsson 4, Hilmir Hallgrímsson 2, Birkir Hrafn Eyþórsson 0, Kristófer Breki Björgvinsson 0, Gerardas Slapikas 0, Kristófer Kári Arnarsson 0, Þórður Freyr Jónsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -