Follie Bogan mun ekki leika með Selfoss eftir áramót í fyrstu deild karla.
Tilkynningu félagsins má lesa hér fyrir neðan, en samkvæmt henni gengur leitin að arftaka Follie vel og munu fregnir af nýjum leikmanni þeirra birtast á næstunni.
Tilkynning:
Folie Bogan kveður.
Follie Bogan mun ekki spila seinni hluta tímabilsins með Selfoss Körfu. Stjórn, þjálfarateymi og leikmenn liðsins þakka Follie fyrir sitt framlag til félagsins og óskum við honum góðs gengis í framtíðinni. Leit að nýjum leikmanni er vel á veg komin og frekari fréttir af þeim málum munu birtast á næstunni.