spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHættur með Íslandsmeistarana

Hættur með Íslandsmeistarana

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu í kvöld.

Ekki er tekið fram hver það verður sem mun stýra liðinu eftir áramótin, en Friðrik tók við liðinu nú í sumar af Sverri Þór Sverrissyni sem gerði liðið bæði að bikar- og Íslandsmeisturum á síðustu leiktíð.

Það sem af er tímabili hefur Keflavík unnið 7 deildarleiki og tapað 4. Þá duttu þær út í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í síðustu viku gegn grönnum sínum í Njarðvík.

Tilkynning:

Friðrik Ingi Rúnarsson sagði í dag upp starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks kvenna í Keflavík.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur þakkar Friðriki fyrir hans störf og óskar honum alls hins besta.

Fréttir
- Auglýsing -