Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos lögðu Castello í Primera Feb deildinni á Spáni í dag, 95-68.
Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 10 stigum, 3 fráköstum og 6 stoðsendingum.
Burgos eru sem áður í efsta sæti deildarinnar með ellefu sigra og aðeins eitt tap, líkt og Estudiantes og Fuenlabrada.