09:24
{mosimage}
Strákarnir í 9. flokki hjá KR tryggðu sér um helgina Reykjavíkurmeistaratitilinn en mótið fór fram í Seljaskóla. Strákarnir eru nánast allir fæddir 1994 eða eru einu ári yngri.
Fyrsti leikur helgarinnar var gegn Ármenningum og sigruðu KR-ingar 59 – 26. Stigaskor KR: Matthías Orri 16, Adam Karl 10, Darri Freyr 10, Martin 9, Kristófer 6 og Sigurður Andri 6.
Annar leikur KR-inga á laugardeginum var gegn Fjölnismönnum sem unnu sig uppí A-riðil í síðustu umferð Íslandsmótsins, KR-ingar í C-riðli. Leikurinn var skemmtilegur og mikil spenna í gangi, KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 47 – 38. Stigaskor KR: Matthías Orri 19, Martin 14, Kristófer 11, Darri Freyr 2 og Adam Karl 1.
Á sunnudeginum áttu KR-ingar tvo leiki og með sigri á Valsmönnum voru þeir nánast búnir að tryggja sér titilinn. Valsmenn í B-riðli og framundan hörkuleikur. KR-ingar léku gríðarlega vel og átti Matthías Orri mjög góða leik ásamt Kristófer en hann tók aragrúa frákasta og skoraði 19 stig. Lokatölur 71 – 42. Stigaskor KR: Matthías Orri 27, Kristófer 19, Martin 11, Adam Karl 10 og Guðmundur 4.
Síðasti leikur KR-inga var gegn ÍR-ingum og var leikurinn auðveldur fyrir KR-inga, Martin Hermannsson átti stórleik og skoraði 30 stig en allir leikmenn stóðu sig vel á mótinu og voru KR til sóma. Frábær árangur hjá strákunum. Lokatölur 79 – 46. Stigaskor KR: Martin 30, Kristófer 16, Matthías Orri 13, Adam Karl 8, Darri Freyr 6, Steinar 4 og Sigurður Andri 2.
Mynd: Reykjavíkurmeistarar 2008, efri röð frá vinstri, Matthías Orri Sigurðarson, Sigurður Andri Jóhannsson, Darri Freyr Atlason, Kristófer Ednuson Jacobsen, Adam Karl Helgason, Arnar Sveinn Harðarson og Sigurður Hjörleifsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri, Guðmundur Sigurðsson, Martin Hermannsson, Óðinn Páll Richardsson og Steinar Viðarsson.