11:09
{mosimage}
Á síðustu leiktíð höfnuðu Haukar í 10. sæti deildarinnar og máttu þakka fyrir að hafa haldið sæti sínu í deildinni. Ágúst Björgvinsson tók við liðinu eftir að Predrag Bojovic hafi farið halloka með liðið. Undir stjórn Ágústar náðu Haukar að bjarga andlitinu og halda sér í deildinni. Karfan.is spáir því að Haukar nái inn í úrslitakeppnina í ár enda hefur hópurinn styrkst nokkuð með tilkomu finnska bakvarðarins Roni Leimu.
Hjörtur Harðarson tók við þjálfun liðsins í sumar enda stóð ekki til að Ágúst Björgvinsson yrði áfram með liðið. Hjörtur er margreyndur leikmaður en þjálfaraferill hans er öllu styttri. Þó hafa verið augljós batamerki á Haukaliðinu og í fyrsta sinn í langan tíma virðast þeir vera með Bandaríkjamann sem virðist geta látið að sér kveða í deildinni en hann heitir Kevin Smith og er örvhentur baráttujaxl.
Sveinn Ó. Sveinsson er kominn að nýju í raðir Hauka en þar er ekta götuboltakempa á ferðinni sem gæti vel látið að sér kveða en Sveinn er mikill baráttujaxl og útsjónarsamur leikmaður. Reynslukempan Marel Guðlaugsson er enn að og færir hann Haukum töluverða reynslu en Marel er upprunalega Grindvíkingur.
Langt er síðan byrjunarlið Hauka hefur verið jafn spennandi. Sævar Haraldsson, leikstjórnandi, Roni Leimu, skotbakvörður, Kevin Smith, framherji/kraftframherji, Kristinn Jónasson, framherji/kraftframherji og Morten Szmiedowicz, miðherji. Einnig eru fleiri sterkir leikmenn sem gætu gert tilkall í byrjunarliðið eins og Sigurður Þór Einarsson og Lúðvík Bjarnason. Þó skal það sagt að enginn íslensku leikmannanna hefur mikla reynslu í deildinni og litla sem enga í úrslitakeppninni svo það gæti orðið á brattann að sækja.
Fylgist með Erni Sigurðarsyni, 16 ára landsliðsmaður, sem var stigahæstur í A-deild Evrópukeppninnar hjá íslenska landsliðinu síðastliðið sumar. Ef hann fær tækifæri hjá Hirti þjálfara gæti hann komið á óvart í deildinni.
Stöðugleiki er mikið atriði hjá Haukum og verður það í vetur. Liðið á það til að galdra fram frábæra frammistöðu og svo kemur það kannski fyrir í næsta leik að þeir eigi vart erindi í 1. deildina. Ef Haukar ætla sér í úrslitakeppnina verða þeir að ná stöðugleika í sínar raðir.
{mosimage}
Leikmannahópur Hauka:
Marel Guðlaugsson
Ottó Þórsson
Kevin Smith
Lúðvík Bjarnason
Morten Szmiedowicz
Emil Sigurðarson
Sveinn Ómar Sveinsson
Sigurður Einarsson
Roni Leimu
Vilhjálmur Steinarsson
Gunnar Birgir Sandholt
Kristinn Jónasson
Sævar Haraldsson
Óskar Magnússon
Elvar Traustason
Örn Sigurðarson
Haukar eru til alls líklegir en sama á hvaða keppni er litið þá þykja Haukar ekki líklegir til afreka en þó má búast við sterkara liði en því sem Haukar telfdu fram á síðustu leiktíð.
Mynd af Roni Leimu: Gunnar Freyr Steinsson – [email protected]