spot_img
HomeFréttir8-liða úrslitin skýrast í dag

8-liða úrslitin skýrast í dag

Í dag ræðst það hvernig endanlega mun raðast inn í 8-liða úrslitin á Evrópumeistaramóti karla sem nú stendur yfir í Slóveníu. Þegar hafa Serbar, Frakkar, Litháar og Úkraínumenn tryggt sér farseðilinn upp úr E-milliriðlinum en F-milliriðlinum lýkur í dag með þremur leikjum.
 
Króatía-Grikkland
Ítalía-Spánn
Finnland-Slóvenía
 
Óhætt er að segja að Finnar séu úr leik á mótinu en hin fimm liðin í riðlinum geta raðast á nokkuð ólíkan hátt svo það verður umtalsverð spenna í leikjum dagsins.
 
Mynd/ Djordje Gagic og félagar í Serbíu eru komnir í 8-liða úrslit.
  
Fréttir
- Auglýsing -