8 liða úrslit Ólympíuleikanna í Ríó fara fram með fjórum leikjum í dag. Þau lið sem að komust áfram voru Ástralía, Bandaríkin, Litháen, Spánn, Serbía, Argentína, Frakkland og Króatía. Venesúela, Kína, Nígería og heimamenn í Brasilíu komust ekki upp úr riðlum sínum.
Dagskráin er því sem hér segir (staða í riðlakeppni / staða á heimslista)
Ástralía (2A/11) gegn Litháen (3B/3) kl. 14:00
Spánn (2B/2) gegn Frakklandi (3A/5) kl. 17:30
Bandaríkin (1A/1) gegn Argentínu (4B/4) kl. 21:45
Króatía (1B/12) gegn Serbíu (4A/6) kl. 01:15
Allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.