67 stiga sigur í fyrsta leik - Karfan
spot_img
HomeFréttir67 stiga sigur í fyrsta leik

67 stiga sigur í fyrsta leik

 

Undir 16 ára lið stúlkna sigraði Albaníu nokkuð örugglega, með 105 stigum gegn 38, á Evrópumótinu fyrr í dag. Eins og tölurnar gefa til kynna, var leikurinn aldrei í hættu. Í hálfleik var staðan 52-17 og í raun hálfgert formsatriði fyrir Ísland að klára hann.

 

 

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 27 stig, tók 3 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 4 boltum.

 

 

Leikurinn var sá fyrsti hjá Íslandi á mótinu, en næst spila þær á morgun við lið Grikklands.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið.

 

Fréttir
- Auglýsing -