spot_img
HomeFréttir5 leikir í kvöld: IE-karla, IE-kvenna, 1. deild karla

5 leikir í kvöld: IE-karla, IE-kvenna, 1. deild karla

06:30

{mosimage}

Í kvöld hefst keppni í 1. deild karla með tveimur leikjum. Breiðablik fær – Ármann/Þrótt í heimsókn í Smárann kl. 21.00. Þór Ak. heimsækir Stjörnuna í Ásgarði og hefst leikurinn kl. 20.00. 2 leikir eru í Iceland Express-deild karla í 5. umferð sem klárast í kvöld. Hamar/Selfoss fær Tindastól í heimsókn í Hveragerði. Í Grafarvog kemur Skallagrímur og hefjast leikirnir kl. 19:15. Í Iceland Express-deild kvenna þá klárast 3. umferð með leik Breiðabliks og Grindavíkur kl. 19:15 í Smáranum.

Fjölnir – Skallagrímur.
Fjölnisliðið hefur verið nokkuð sveiflukennt í upphafi móts. Það var ekki reiknað með miklu af þeim en þeir hafa þó sýnt að þeir geta unnið hvern sem er á góðum degi. Þeir unnu m.a. Keflavík á heimavelli í 3 umferð í stórkostlegum körfuboltaleik 110 – 108 eftir framlengdan leik. Hafa oft verið sterkir á heimavelli.  Skallagrímsmenn hafa byrjað á mjög svo krefjandi leikjaniðurröðun í upphafi móts en þeir hafa nú leikir gegn Njarðvík, Keflavík og KR. Hefðu hæglega getað unnið alla þessa leiki en náðu að vinna KR í Vesturbænum og fylgdu því svo eftir með því að vinna Hamar / Selfoss í næsta leik og eru með 2 sigra og 2 töp.

Hamar / Selfoss – Tindastóll.
Þetta verður áhugaverður leikur. Heimamenn ekki byrjað vel en það hefur svo sem gerst áður hjá þeim en Pétur Ingvarsson kann þá list að koma sínum mönnum af stað aftur, svona rétt þegar allir eru við það að afskrifa þá. Það sem verður einnig fróðlegt að sjá er hvernig George Byrd fellur inn í liðið en hann þekkja allir frá því að hann lék með Skallagrímsmönnum sl. 2 ár. Tindastólsmenn hafa byrjað þessa leiktíð nokkuð vel og eru ekki á því að falla sem þeim var spáð fyrir mót. Í þeirra liði eru margir góðir körfuboltamenn og Lamar nokkur Karim farið á kostum. Lamar er ekki hár í loftinu en hann er feykilega öflugur spilari sem býr yfir miklum sprengikrafti. Þetta verður mjög áhugaverður leikur.

Fréttir
- Auglýsing -