spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvenna47 stiga sigur nýliðanna í Hólminum

47 stiga sigur nýliðanna í Hólminum

Nýliðar Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna lögðu fyrstu deildar lið Snæfells í æfingaleik um helgina, 41-88, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir tímabilið sem rúllar af stað um næstu mánaðarmót. Hamar/Þór voru eins og gefur að skilja töluvert öflugari en Snæfell átti nokkra mjög góða kafla. Þær eru með tvo útlendinga og svo bara mjög ungar stelpur. Hamar/Þór róteruðu liðinu sínu vel.

Stigaskor beggja liða í leiknum má sjá á hlekknum hér fyrir neðan, en fyrir Hamar/Þór var Kristrún Ríkey Ólafsdóttir atkvæðamest með 14 stig. Henni næstar voru Teresa Da Silva, Abby Beeman og Anna Soffía Lárusdóttir með 13 stig hvor.

Stigahæst í liði Snæfells var Danie Shafer með 17 stig og Charlotta Ellenreider skilaði 15 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Mynd / Bæring Nói – Ljósmyndir

Fréttir
- Auglýsing -