Grindavík lagði heimakonur í Hamar/Þór í Hveragerði í kvöld í 4. umferð Bónus deildar kvenna, 51-97. Eftir leikinn eru liðin jöfn í 2.-7. sæti deildarinnar hvort um sig með tvo sigra og tvö töp.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérlega jafn eða spennandi. Grindavík leiddi með 15 stigum eftir fyrsta leikhluta og 31 stigi í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins halda þær svo áfram að bæta við forskot sitt og er munurinn kominn í 43 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum ná heimakonur aðeins að spyrna við, en ekki svo að niðurstaðan að lokum verði ekki 46 stiga sigur Grindavíkur, 51-97.
Atkvæðamest fyrir Hamar/Þór í leiknum var Abby Beeman með 20 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta. Fyrir Grindavík var Alexis Morris atkvæðamest með 21 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.
Bæði lið leika næst þriðjudag 29. október, þá fær Grindavík Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Smárann og Hamar/Þór heimsækir Stjörnuna í Garðabæ.