spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karla41 stig Jaeden King ekki nóg fyrir Snæfell gegn sterku liði Fjölnis

41 stig Jaeden King ekki nóg fyrir Snæfell gegn sterku liði Fjölnis

Fjölnir lagði Snæfell í Dalhúsum í kvöld í fyrstu deild karla. Með sigrinum nær Fjölnir að halda í við topplið deildarinnar, en þeir eru nú með 22 stig á meðan að Snæfell á hinum enda töflunnar með 4 stig.

Leikur kvöldsins var aldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi. Heimamenn í Fjölni voru í bílstjórasætinu allt frá fyrstu mínútu, þar sem þeir leiddu með 9 stigum eftir fyrsta fjórðung, 27-18 og 18 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 53-35.

í seinni hálfleiknum reyndu gestirnir hvað þeir gátu til að vinna niður forskot heimamanna. Gekk þó frekar hægt og illa hjá þeim. Sóknarleikur þeirra virtist mikið til einskorðast við hvort að Jaeden King næði að setja boltann í körfuna og einfaldaði það lífið þó nokkuð fyrir heimamenn. Munurinn þó bara 13 stig fyrir lokaleikhlutann, 72-59. Snæfell hótar að gera þetta á leik í upphafi þess fjórða, en komst ekki mikið innfyrir 10 stiga múrinn. Undir lokin nær Fjölnir svo að setja fótinn á bensínið og klára leikinn nokkuð þægilega, 100-76.

Stigahæstur heimamanna í leiknum var Lewis Diankulu með 29 stig á meðan að Jaeden King setti 41 stig fyrir gestina úr Stykkishólmi.

Tölfræði leiks

Myndasafn


Fréttir
- Auglýsing -