spot_img
HomeFréttir41 leikmaður valinn í æfingahóp A-landsliðsins

41 leikmaður valinn í æfingahóp A-landsliðsins

Komið er að upphafi æfinga hjá landsliði karla fyrir undankeppi EM, EuroBasket 2017, en æfingar hefjast í vikunni. Á miðvikudaginn kemur, þann 20. júlí, hefur Craig Pedersen og þjálfarateymi hans boðað 22 leikmenn til æfinga. Alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum fyrir sumarið. Æft verður fram að helgi en þá munu þeir skera niður æfingahópinn og boða þá leikmenn sem þeir velja til áframhaldandi æfinga á næstu æfingar sem hefjast mánudaginn 25. júlí. Þar munu þeir hitta fyrir þá leikmenn sem voru í landsliðinu í fyrra og ekki eru að æfa í fyrsta hópnum, auk þess sem nokkrir í U20 landsliði karla munu bætast í hópinn í kjölfarið, þegar þeir koma heim af EM sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. Heimasíða KKÍ greinir frá.

Framundan eru svo æfingar í ágúst ásamt æfingamóti í Austurríki 11.-14. ágúst þar sem liðið mætir landsliðum heimamanna, Póllands og Slóveníu. Öll undirbúa þau sig fyrir undankeppnina sem hefst 31. ágúst með heimaleik Íslands gegn Sviss og í kjölfarið eru svo leikir gegn Belgíu og Kýpur, en þessi þrjú lið eru með okkur í riðlinum. Leikið verður heima og að heiman fram til 17. september.

Leikmannahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum (í stafrófsröð og leikmenn í liðum skv. félagatali KKÍ):

Ari Gylfason · FSu

Austin Magnus Bracey · Snæfell

Axel Kárason · Svendborg Rabbits, Danmörk

Björgvin Hafþór Ríkharðsson · Tindastóll

 

Björn Kristjánsson · KR

Breki Gylfason · Breiðablik

Brynjar Þór Björnsson · KR

Dagur Kar Jónsson · St. Francis / Stjarnan

Darri Hilmarsson · KR

Elvar Már Friðriksson · Barry University / Njarðvík

Emil Barja · Haukar

Eysteinn Bjarni Ævarsson · Höttur

Finnur Atli Magnússon · Haukar

Gunnar Ólafsson · St. Francis / Keflavík

Haukur Helgi Pálsson · Njarðvík

Hjálmar Stefánsson · Haukar

Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, Svíþjóð

Hörður Axel Vilhjálmsson · Rythmos BC, Grikklandi

Jakob Örn Sigurðarson · Boras Basket, Svíþjóð

Jón Arnór Stefánsson · Valencia, Spáni

Jón Axel Guðmundsson · Davidson / Grindavík

Kári Jónsson · Drexler / Haukar

Kristinn Pálsson · Marist University / Njarðvík

Kristófer Acox · Furman University / KR

Logi Gunnarsson · Njarðvík

Maciej Baginskij · Njarðvík

Martin Hermannsson · LIU / KR

Matthías Orri Sigurðarson · Colombia University / ÍR

Ólafur Ólafsson · St. Clement, Frakklandi

Pavel Ermolinskij · KR

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Þór Þorlákshöfn

Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Doxa Pefkon, Grikklandi

Snorri Hrafnkelsson · KR

Stefán Karel Torfason · Snæfell

Tómas Heiðar Tómasson Holton · Stjarnan

Tómas Hilmarsson · Stjarnan

Tryggvi Þór Hlinason · Þór Akureyri

Valur Orri Valsson · Keflavík

Viðar Ágústsson · Tindastóll

Ægir Þór Steinarsson · CB Penas Huesca, Spáni

 

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson

Fréttir
- Auglýsing -