spot_img
HomeFréttir4. umferð lýkur í kvöld

4. umferð lýkur í kvöld

15:48

{mosimage}
(ÍS heimsækir Breiðablik í kvöld)

Í kvöld lýkur 4. umferð í Iceland Express-deild kvenna þegar Breiðablik fær ÍS í heimsókn kl. 19:00 í Smárann. Leikurinn er gífurlega mikilvægur því að ef Breiðablik ætlar sér sæti í úrslitakeppninni í vetur verða þær að verja heimavöllinn. Í 2. deild kvenna er stórleikur þegar Fjölnir heimsækir Ármann/Þrótt í Laugardalinn.

Bæði þessi lið eru á toppi 2. deildar ásamt KR með 6 stig eftir 3 leiki og hefst leikurinn kl. 20:15. Það lið sem sigrar í kvöld fer á topp deildarinnar en KR á næsta leik 17. nóvember gegn H/S-B.

Hjá Á/Þ hefur Hjaltey Sigurðardóttir skorað 11 stig í vetur og hjá Fjölni er Brynja Arnardóttir með 17.3 stig.

Svo að lokum er Evrópuleikur á Ásvöllum þegar Íslandsmeistara Hauka fá spænska liðið Gran Canaria í heimsókn kl. 19:15 – sjá hér.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -