spot_img
HomeFréttir3+2 tillaga felld á jöfnu

3+2 tillaga felld á jöfnu

Fréttir eru að berast af þingi KKÍ sem fram hefur farið í dag að tillaga þess efnis að leyfa fleiri erlenda leikmenn inná vellinum í einu, eða svokallaða 3+2 reglu hafi verið felld.  102 höfðu atkvæðisrétt og var þingið klofið í miðju, 51 sögðu já og 51 sögðu nei og því var tillagan felld á jöfnu.  Sama á við um vara tillögu sem var þá 3+1+1 (einn frá USA og annar Bosman) að hún var einnig felld.  Það mun því áfram verða 4+1 reglan á komandi tímabili. 

Fréttir
- Auglýsing -