Það er iðulega ákveðin "Derby" stemmning þegar Boston Celtics og New York Knicks mætast í NBA deildinni. Í gærkvöldi voru það Boston Celtics sem pökkuðu saman New York Knicks, 103:73. Terry Rozier hinn þriðji (III) ber vissulega nafn með rentu, hann var í byrjunarliði Boston í fyrsta sinn og þakkaði Brad Stevens þjálfara liðsins traustið. Launaði leikmaðurinn þjálfara sínum með sinni fyrstu þrennu þegar hann skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Marcus Morris var stigahæstur í liði Boston með 20 stig. Boston er í efsta sæti í Austurdeildinni á undan Toronto og Cleveland.
LeBron James kláraði sína gömlu félaga í Miami Heat, 91:89, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
LeBron skoraði 24 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og átti mikilvægt blokk undir lok leiks þegar Miami hefði getað jafnað leikinn. Goran Dragic var stigahæstur í liði Miami með 18 stig.
Joel Embiid var atkvæðamestur með 29 stig í leik gegn Brooklyn Nets, en þetta dugði hinsvegar ekki hjá þessum öfluga miðherja því það voru Brooklyn sem sigruðu leikinn 116:108. Spencer Dinwiddie skoraði 27 stig fyrir Brooklyn Nets.
Úrslitin í næturinnar:
Atlanta – Charlotte 110:123
Cleveland – Miami 91:89
Indiana – Memphis 105:101
Orlando – LA Lakers 127:105
Phoenix – Dallas 102:88
Boston – New York 103:73
Portland – Chicago 124:108
Brooklyn – Philadelphia 116:108