spot_img
HomeFréttir30 stiga sigur Celtics gegn Knicks

30 stiga sigur Celtics gegn Knicks

Það er iðulega ákveðin "Derby" stemmning þegar Boston Celtics og New York Knicks mætast í NBA deildinni. Í gærkvöldi voru það Bost­on Celtics sem pökkuðu saman New York Knicks, 103:73. Terry Rozier hinn þriðji (III) ber vissulega nafn með rentu,  hann var í byrj­un­arliði Boston í fyrsta sinn og þakkaði Brad Stevens þjálfara liðsins traustið.  Launaði leikmaðurinn þjálfara sínum með sinni fyrstu þrennu þegar hann skoraði 17 stig, tók 11 frá­köst og gaf 10 stoðsend­ing­ar.  Marcus Morr­is var stiga­hæst­ur í liði Bost­on með 20 stig. Bost­on er í efsta sæti í Aust­ur­deild­inni á und­an Toronto og Cleve­land.

Le­Bron James kláraði sína gömlu félaga í Miami Heat, 91:89, í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik í nótt.

Le­Bron skoraði 24 stig, tók 11 frá­köst, gaf 5 stoðsend­ing­ar og átti mik­il­vægt blokk und­ir lok leiks­ þegar Miami hefði getað jafnað leikinn. Gor­an Dragic var stiga­hæst­ur í liði Miami með 18 stig.

 

Joel Emb­iid var at­kvæðamest­ur með 29 stig í leik gegn Brooklyn Nets, en þetta dugði hinsvegar ekki hjá þessum öfluga miðherja því það voru Brooklyn sem sigruðu leikinn 116:108. Spencer Dinwiddie skoraði 27 stig fyr­ir Brook­lyn Nets. 

Úrslit­in í næturinnar:

Atlanta – Char­lotte 110:123
Cleve­land – Miami 91:89
Indi­ana – Memp­his 105:101
Or­lando – LA Lakers 127:105
Phoen­ix – Dallas 102:88
Bost­on – New York 103:73
Port­land – Chicago 124:108
Brook­lyn – Phila­delp­hia 116:108

Fréttir
- Auglýsing -