NBA deildin er stór deild og margt skrítið, skemmtilegt og stórfurðulegt sem á sér stað í henni. Þar er líka að finna ótrúlega áhugaverðar staðreyndir sem og annað sem er ekki jafn áhugavert.
Hér fyrir neðan eru 30 staðreyndir úr NBA deildinni sem við rákumst á á veraldarvefnum.
Meðal árslaun klappstíra í NBA deildinni eru 56.000 dollarar eða um 6,4 milljónir íslenskar krónur miðað við gengi dagsins.
26 ára gamall Pete Maravich sagði í viðtali árið 1974 að hann vildi ekki spila 10 ár í NBA deildinni og deyja svo úr hjartaáfalli fertugur en það er einmitt það sem gerðist. Kappinn spilaði 10 ár í deildinni og lést úr hjartaáfalli 5. janúar 1988 þá 40 ára gamall
Air Jordan skórnir sem Michael Jordan klæddist í fyrstu árið 1984 voru bannaðir af NBA deildinni þar sem enginn hvítur lítur var í þeim en þeir voru rauðir og svartir í stíl við búning Chicago Bulls. Jordan hélt hins vegar áfram að spila í þeim í hverjum leik þar sem NIKE voru tilbúnir til að borga þá sekt sem því fylgdi.
Kareem Abdul-Jabaar, sem leiðir NBA deildina í stigaskori (38.387 stig), er menningarsendiherra Bandaríkjanna en hann hefur einnig gefið út bækur og lagt stund á sagnfræði
Jabbar skoraði einungis eina þriggja stiga körfu á sínum 20 ára ferli.
Tim Duncan var í strangri þjálfun til að komast að í Ólympíuliði Bandaríkjanna í sundi fyrir leikana 1992 þangað hvirfilbylurinn Hugo eyðilagði einu sundlaugina sem hann gat æft í. Ótti hans við hákarla hamlaði því að hann æfði í sjónum tímabundið og til að halda sér í formi fór hann að æfa körfubolta.
Duncan fórnaði allmikilli summu af peningum frá San Antonio og kláraði sín fjögur ár í háskóla í stað þess að fara beint í NBA deildina. Ástæðan fyrir þessu er að á dánarbeði móður sinnar lofaði hann henni að klára skólann og öðlast gráðu.
Talið er að um 60% fyrrum leikmanna NBA deildarinnar verði gjaldþrota á innan við fimm árum frá því þeir hætta.
Amerískir karlmenn sem eru yfir 210 cm hafa 17% líkur á að spila í NBA deildinni
Shaquille O´Neal hefur, líkt og Jabbar, aðeins hitt úr einu þriggja stiga skoti á sínum ferli í NBA deildinni.
Höfundar NBA Jam tölvuleiksins hötuðu Chicago Bulls svo mikið að þeir skrifuðu sérstækan kóða inn í leikinn sem gerði það að verkum að ekki var hægt að skora úr skotum á síðustu sekúndu með liðinu.
Þegar Wilt Chamberlain varð fyrsti leikmaður deildarinnar til að fá launahækkun upp í 100.000 dollara, árið 1965, heimtaði Bill Russel að hans laun yrðu hækkuð upp í 100.001 dollara. Það var umsvifalaust orðið við ósk hans.
Þó svo að það sé hægt hefur það aldrei gerst í NBA deildinni að nokkur maður hafi náð fimmfaldri tvennu. Það hefur hins vegar verið gert í High School kvennabolta.
Öll lið lið í atvinnumannadeildum Bandaríkjanna (NBA, MLB, NHL og NFL) hafa einskonar varaáætlun ef svo til kæmi að megin þorri leikmanna liðsins myndi deyja eða meiðast í slysi.
Foreldrar Kobe Bryant þurftu einnig að skrifa undir fyrsta NBA samninginn sem hann gerði þar sem hann var aðeins 17 ára þegar hann var valinn í nýliðavalinu.
Tímabilið 1987-88 spilaði minnsti leikmaður sem nokkurn tímann hefur verið í NBA deildinni með stærsta leikmanni sem nokkurn tímann hefur verið í henni. Þetta voru þeir Muggsy Bogues og Manute Bol sem spiluðu saman með Washington Bullets.
Ekki nóg með að vera stærsti leikmaður sem nokkurn tímann hefur verið í NBA deildinni þá er Manute Bol eini leikmaður deildarinnar sem hefur drepið ljón með spjóti og borgað 80 kýr fyrir eiginkonu sína.
Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu hefur Muggsy Bogues (160 cm) varið 39 skot í NBA deildinni. Patrick Ewing (213 cm) hefur til að mynda orðið fyrir barðinu á þessum snaggaralega leikmanni.
Latrell Sprewell, sem er í dag þekktari fyrir að reyna að kyrkja þjálfarann sinn, hafnaði 21 milljón dollara tilboði og sagði það ekki vera nóg til að fæða fjölskylduna sína. Hann hefur eftir það ekki spilað einn leik í deildinni og varð gjaldþrota.
Annar meistari, Ron Artest, sótti um hlutastarf hjá raftækjaversluninni Circuit City á nýliðaári sínu hjá Chicago Bulls einungis til að geta fengið starfsmannaafslátt í versluninni.
Sexfaldur stjörnuleiksmaðurinn og nýliði ársins 2003, Amar Stoudemire, er gyðingur og talar hebresku inn á vellinum svo að enginn skilji hvað hann er að segja.
NBA deildin er hætt að taka lyfjapróf á leikmönnum á undirbúningstímabilinu til að leita eftir marijuana.
Randy Foye (Denver Nuggets) hefur sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Situs Inversus og lýsir sér þannig að líffæri hans speglast í búknum miðað við lífæri venjulegs líkama.
Eigendur ABA liðsins Spirits of St. Louis eru enn að fá inn tekjur af liðinu þrátt fyrir að það hafi ekki spilað leik síðan 1976.
Shaquille O´Neal skoraði á Hakeem Olajuwon í einn á einn eftir að hafa tapað fyrir honum í úrslitunum 1995. Shaq sendi Hakeem bréf sem hann hafi vélritað og kvittað undir til þess að skora á hann.
Gaurinn í merki NBA deildarinnar er fyrrum leikmaður Lakers, Jerry West.
Fyrirtæki eitt í Kína, Qiaodan, nefndi sig eftir Jordan og notaði jumpman merkið ólöglega til að selja skó. Þetta fyrirtæki er nú orðið svo stórt að það er farið að auglýsa á NBA leikjum.
Hæsti mögulegi samningur sem hægt er að fá í WNBA deildinni er 101.500 dollarar á móti yfir 20 milljón dollurum í NBA deildinni.
Stigin 89 sem Jeremy Lin skorði í fyrstu þremur leikjunum sem hann byrjaði inn á er það mesta sem skorað hefur verið síðan NBA og ABA sameinuðust 1976.
Paul Pierce var stunginn 11 sinnum í andlitið, bakið og hálsinn og flaska var brotin á höfði hans á næturklúbbi í Boston í september 2000. Pierce spilaði þrátt fyrir þetta alla 82 leiki Bostonliðsins tímabilið 2000-01.
Heimild: http://www.stumbleupon.com