spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla30% líkur á að Keflavík verði Íslandsmeistarar

30% líkur á að Keflavík verði Íslandsmeistarar

Verður Keflavík Íslandsmeistari? Það er svosem aldrei að vita. Einhverja vísbendingu er þó mögulega hægt að fá út úr stöðu liða yfir áramótin. Síðustu tvö tímabil eru ekki samanburðarhæf vegna þess að ekkert lið varð Íslandsmeistari tímabilið 2019-20 og 2020-21 var aðeins leikinn einn leikur leikinn fyrir áramót. Þar á undan, 3 lið af 10 sem höfðu verið á toppi deildarinnar yfir hátíðarnar síðustu 10 ár klárað tímabilið með sigri á þeim stóra, eða 30%.

Það virðist því algjörlega uppi í loftinu hvort að lið Keflavík nái að tryggja sér þann stóra, eða ekki. Í raun líklegra að þeir geri það ekki, en liðið er sem stendur á toppi deildarinnar eftir 11 umferðir með 9 sigurleiki og 2 töp, einum sigurleik fyrir ofan Íslandsmeistara Þórs sem eru í öðru sæti deildarinnar með 16 stig.

Hérna er staðan í deildinni

2009-2010

Efsta lið deildar um jól Stjarnan

Íslandsmeistarar Snæfell

2010-2011

Efsta lið deildar um jól Snæfell 

Íslandsmeistarar KR

2011-2012

Efsta lið deildar um jól Grindavík 

Íslandsmeistarar Grindavík

2012-2013

Efsta lið deildar um jól Þór Þorlákshöfn

Íslandsmeistarar Grindavík

2013-2014

Efsta lið deildar um jól KR

Íslandsmeistarar KR

2014-2015

Efsta lið deildar um jól KR 

Íslandsmeistarar KR

2015-2016

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar KR

2016-2017

Efsta lið deildar um jól Tindastóll

Íslandsmeistarar KR

2017-2018

Efsta lið deildar um jól Haukar

Íslandsmeistarar KR

2018-2019

Efsta lið deildar um jól Tindastóll

Íslandsmeistarar KR

2019-2020

Efsta lið deildar um jól Stjarnan

Íslandsmeistarar Enginn

2020-2021

Efsta lið deildar um jól Aðeins ein umferð leikin fyrir jól

Íslandsmeistarar Þór Þorlákshöfn

2021-2022

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar ???

Fréttir
- Auglýsing -