spot_img
HomeFréttir30 fráköst í einum leik: KR Íslandsmeistari í 10. flokki karla

30 fráköst í einum leik: KR Íslandsmeistari í 10. flokki karla

14:15

{mosimage}

KR og Breiðablik mættust í úrslitaleik 10. flokks karla þar sem þeir röndóttu höfðu sigur 66-51. Kristófer Acox var valinn besti maður leiksins en hann tók 30 fráköst í leiknum sem er sannarlega ótrúlegt.

Leikurinn var jafn fyrstu mínútur leiksin en liðin skoruðu lítið og sóknarleikur þeirra var frekar stirður. En þegar losnaði um flóðgáttirnar fóru stigin að koma upp á töfluna í kippum og leiddu KR 15-12 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var svipaður þeim fyrri, munurinn ávallt eitt eða tvö stig. En um miðjan annan leikhluta juku KR-ingar muninn og leiddu 31-22 í hálfleik.

Hálfleiksræða Snorra Arnar Arnaldssonar þjálfara Breiðabliks hafði greinilega áhrif á þá grænu en þeir minnkuðu muninn í tvö stig fljótlega í þriðja leikhluta og var staðan orðin 31-29. KR-ingar náðu áttum á ný og leiddu 46-39 þegar lokaleikhlutinn hófst.

Í fjórða leikhluta tóku KR-ingar öll völd á vellinum og voru sterkari aðilinn. Með Kristófer Acox sem konung í teignum þá áttu Blikar erfitt uppdráttar en þeir gerðu gott áhlaup seint í fjórða en það dugði ekki til og KR jók muninn og vann með 15 stigum 66-51.

Kristófer Acox var valinn besti maður leiksins en hann tók 30 fráköst ásamt því að skora 8 stig, stela 5 boltum og verja einnig 5 skot.

myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -