spot_img
HomeFréttir3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa 27. ágúst

3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa 27. ágúst

Laugardaginn 27. ágúst verður 3 á 3 Götukörfuboltamót haldið í Garðinum hans Gústa – glæsilegasta útikörfuboltavelli landsins – við Glerárskóla. Mótið er haldið í tengslum við Akureyrarvöku og verður völlurinn vígður formlega við sama tilefni.

Keppt verður í fjórum flokkum karla og kvenna: 13 ára og yngri, 15 ára og yngri, 25 ára og eldri og opnum flokki. Hvert lið fær a.m.k. þrjá leiki. Allir geta tekið þátt. Einn skiptimaður er leyfður (s.s. hámark 4 leikmenn í liði). Þaulvanir dómarar dæma. Akureyrarbær styrkir mótið.

Fyrstu leikir hefjast kl. 12:00. Leikjaniðurröðun verður birt daginn fyrir mót.

Auk sigurverðlauna í hverjum flokki verða veitt verðlaun fyrir bestu tilþrif, flottasta liðið og háttvísi. Heitt verður á grillinu og plötusnúður verður á staðnum.

Skráning á mótið fer fram í gegnum netfangið [email protected] og þarf að taka fram í tölvupósti nöfn liðsmanna, fæðingardag og ár auk nafn liðs. Skráning þarf að berast eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 26. ágúst. Þátttökugjald er 8000 krónur á lið og greiðist á staðnum.

Fréttir og myndir frá mótinu munu birtast á Facebook-síðu Garðsins hans Gústa. Deilið sem víðast.

Hafið samband við Bjarka Oddsson (s. 8214818) eða Guðmund Oddsson (s. 7715707) ef spurningar vakna.

Fréttir
- Auglýsing -