spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla220 dagar frá síðasta sigurleik Þórs - Lögðu Keflavík í kvöld

220 dagar frá síðasta sigurleik Þórs – Lögðu Keflavík í kvöld

Þór lagði Keflavík  116-102 í Þorlákshöfn í 6 umferð deildarinnar. Eftir leikinn er Þór enn neðstir með 1 sigur en Keflavík í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig.

Fyrir leik

Þór er í neðsta sæti og eina liðið sem hefur ekki unnið leik þegar 5 umferðir eru búnar í deildinni og eru dottnir útúr bikarnum líka. Og hafa hreinlega ekki unnið leik í 220 daga.  Eftir að Þór hefur skipt út hálfu liðinu og sent restina í að leita að leikgleðinni sem einkenndi liðið áður, ná þeir vonandi að fara að fá sín fyrstu stig. Keflavík sem er í 3 sæti með 4 sigra og 1 tap og komast einir á toppinn með sigri.

Keflavík eru mjög vel mannaðir og ætla sér stóra hluti, en þeir hafa samt ekki unnið Þór síðann í deildakepppni 20/21. En mæta núna endurnýjuðu liði Þórs sem náði vonandi að æfa vel í landsleikjahléinu.

Byrjunnarliðin

Þór : Styrmir, Shahid, Fotios, Pablo, Davíð

Keflavík: Ólafur, Milka, Ayala, Maric,Valur

Fyrri hálfleikur

Leikurinn byrjar af krafti Keflavík nær smá forskoti en Þórsarar ná að vinna það upp. Þór er að gera mikið af klaufa mistökum og Milka er þeim erfiður samt er munurinn ekki nema 5 stig eftir fyrsta leikhlutan Þór 24-29 Keflavík.

Annar leikhluti byrjar af hörku bókstaflega menn að spila hart. Keflavík nær upp forystu og það kunna þeir. Láta Þórsara finna vel fyrir því og slá þá útaf laginu. Lárus tekur leikhlé í stöðunni 28-41. Ró kemst á leik Þórs og ná þeir að minnka muninn eftir 9-2 áhlaup þegar Hjalti tekur leikhlé. Bæði lið herða vörnina og endar fyrri hálfleikur 45-49. Milka er erfiður Þór í fyrri hálfleik en Styrmir rífur sína menn áfram með miklum krafti í spilamennsku sinni.

Þór er að hitta 45% en ekki nema 25% í þriggja.

Keflavík er með 50% og 45% í þriggja annað er jafnt.

Seinni hálfleikur

Keflavík skorar fyrstu 6 stig seinni hálfleiks þegar Emil setur fallegan þrist niður. En Lárus byrjar með Emil,Styrmi og Davíð sem gefur liðinu kraft og baráttu sem ekki er keypt útí búð og sést kannski ekki á tölfræðiskýrslu. Við þetta verður leikurinn jafnari en áfram heldur Milka að vera þeim erfiður sem endar með því að Styrmir er rekin útúr húsi eftir samskipti við hann þegar 5 mínútur eru eftir af þriðja leikhluta og í stöðunni 57-67. Og allt verður trillt. Þórsarar eflast við þetta og spila af krafti og ástríðu sem ekki hefur sést lengi Emil er farin að leiða sína menn í 10-2 áhlaup þegar Hörður kemur inná til að ná stjórninni aftur. En allt kemur fyrir ekki og þór er komið yfir 77-71 þega Hjalti tekur leikhlé. Græni Drekinn er vaknaður í stúkunni. Leikhlutinn endar á flautukörfu hjá Þór staðan 82-73. Þór vinnur leikhlutan 37-24.

Fjórði leikhluti er framhald. Aukin harka beggja megin og Milka að komast inní hausin á Þórsurum sem halda þó forystunni. Þór er komið með 18 stiga forystu 102-84 þegar tæpar 6 mín eru eftir og Keflavík leikhlé. En Þórsarar geta þakkað Milka fyrir þessa forystu því eftir að Strymir var rekin út eru leikmenn farnir að spila af ástríðu og fyrir hvorn annan. Skotin eru ekki að detta hjá Keflavík og ná þeir ekki að saxa á muninn og allt fellur með Þór sem nær í sinn fyrsta sigur í deildinni.

Leikurinn endar Þór 116-102 Keflavík

Samantekt

Keflavík var að stýra leiknum þar til Styrmir fékk sína aðra T og útúr húsi að stemningin var öll með Þór. Emil leiddi hjörðina og endaði leikinn með 21 stig og 8 fráköst

Stór sigur fyrir Þór en engin örvænting hjá Keflavík sem eiga eftir að fá Okeke og Hörð meira inní þetta.

Atkvæðamestir

Þór: Fotios 30.stig 9 fráköst 5 st. Vincent var með tröllatvennu 24 stig og 19 stoðsendingar og fyrirliðinn var með 21 stig og 8 fráköst af bekknum.

Keflavík: Milka 23 stig 10 fráköst Ayala 14 stig 5 stoð

Tölfræðin

Þór hitti 55% skota sinna, 70% tveggja og 42 þriggja stiga. Keflavík  skaut 46%, 61% tveggja og 29% þriggja.

Hvað stóð uppúr

Brottrekstur Styrmir kveikti eld í leikmönnum og stuðningsmönnum Þórs og geta þeir þakkað Milka fyrir það. Fyrir það var þetta bara eins og hver annar leikur og ekkert sem benti til þess að Þór væri að fara að gera neitt.

Hvað svo

Þór fer í Breiðholtið og heimsækir ÍR á meðan Keflavík tekur á móti KR.

Tölfræði leiks

https://www.karfan.is/2022/11/larus-eftir-fyrsta-sigur-timabilsins-yfirleitt-vinnast-korfuboltaleikir-ekki-a-einhverri-svakalegri-taktik/
https://www.karfan.is/2022/11/emil-eftir-ad-thor-nadi-i-fyrsta-sigurinn-thegar-stemningin-myndast-i-thorlakshofn-tha-er-otrulega-gott-ad-spila-herna/

https://www.karfan.is/2022/11/dominykas-eftir-tapid-i-thorlakshofn-vid-eigum-langt-i-land/

https://www.karfan.is/2022/11/hjalti-eftir-leik-i-thorlakshofn-urdum-eins-og-litlar-mys-inni-a-vellinum/
Fréttir
- Auglýsing -