Undir 16 ára lið stúlkna tapaði í gær fyrir Danmörk með 46 stigum gegn 66. Leikurinn var sá þriðji hjá liðinu á mótinu, en áður höfðu þær tapað einum (Grikkland) og unnið einn (Albanía)
Leikurinn var jafn og spennandi fyrsta leikhlutann (12-13), en í öðrum fóru leiðir liðanna að skilja. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 23-36. Í seinni hálfleiknum jókst svo munurinn enn meira og fór svo að Danmörk fór með 20 stiga sigur af hólmi, 46-66.
Atkvæðamest fyrir Ísland var Birna Benónýsdóttir með 17 stig, 2 fráköst og 3 varin skot.
Næsti leikur liðsins er gegn Lúxemborg á morgun.