Keflavík lagði Njarðvík í 2. umferð Bónus deildar kvenna í Blue höllinni í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar eru liðin því jöfn að stigum, hvort um sig með einn sigur og eitt tap það sem af er keppni.
Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi endað með nokkuð öruggum sigri heimakvenna var hann spennandi í þrjá leikhluta. Keflavík hélt þó forystunni milli 5 og 10 stiga lengst af, en um miðbygg fjórða fjórðungs bæta þær í og undir lokin er það aldrei spurning hvort þær fari með sigur af hólmi. Niðurstaðan að lokum 20 stiga sigur Keflavíkur, 99-79.
Atkvæðamestar í liði Keflavíkur í kvöld voru Jasmine Dickey með 33 stig, 9 fráköst og Thelma Dís Ágústsdóttir með 21 stig og 4 fráköst.
Fyrir Njarðvík var Brittany Dinkins atkvæðamest með 26 stig og 8 fráköst. Henni næst var Bo Guttormsdóttir-Frost með 15 stig og 6 fráköst.
Njarðvík á leik næst komandi þriðjudag 15. október heima í Icemar höllinni gegn Tindastóli. Keflavík leikur degi seinna miðvikudag 16. október gegn Val í N1 höllinni í Reykjavík.