spot_img
HomeFréttir2. umferð IE-deildarinnar

2. umferð IE-deildarinnar

08:57

 

{mosimage} 

(Óðinn Ásgeirsson var leikmaður síðustu umferðar)

Heil umferð verður spiluðu í Iceland Expressdeild karla í dag og á morgun.

Í kvöld hefst umferðin með fjórum leikjum.

Í Borgarnesi taka heimamenn í Skallagrím á móti Hamar og geta þessi lið krækt sér í sín fyrstu stig.
Grindavík fær Íslandsmeistara KR í heimsókn og spurningin er hvort Grindvíkingar hafa náð að taka sig saman í andlitinu eftir stóran skell gegn Keflavík í síðustu umferð.
Þór Ak. leikur gegn Njarðvík en bæði þessi lið sigruðu sína leiki í fyrstu umferð.

Að endingu tekur ÍR á móti Tindastól í Breiðholtinu. ÍR rétt tapaði gegn Þór í síðustu umferð en Tindastóll gerði góða ferð í Hveragerði og sigraði sinn leik.

Á morgun mætast svo Fjölnir og Stjarnan annars vegar og Snæfell og Keflavík hins vegar.

Allir leikir umferðarinnar hefjast kl. 19:15

Óðinn Ásgeirsson, leikmaður Þórs Ak., var leikmaður fyrstu umferðar en hann fékk 32 í framlag. KKÍ með hjálp Óskars Ófeigs munu birta hvaða leikmenn koma til með að vera leikmenn umferðanna.

 

 

Mynd: Dagsljós

 

 

Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -