spot_img
HomeFréttir2. - 3. sæti: Grindavík ? IE kvenna

2. – 3. sæti: Grindavík ? IE kvenna

10:59

{mosimage}
(Hildur verður að leiða hið unga lið Grindavíkur)

Í spá Karfan.is var Keflavík og Grindavík jöfn að stigum í 2. og 3. sæti. Það þýðir að innbyrðis viðureignir muni skera úr um hvort liðið nái heimavallarréttindum í úrslitakeppninni.

Grindavíkurkonur hafa alla burði til þess að landa titlum í vetur en

reynsluleysi gæti orðið helsta ljónið í vegi þeirra. Mikið mun mæða á þeim

Tamara Bowie og Hildi Sigurðardóttur en til þess að Grindavík geti látið

vel að sér kveða þurfa leikmenn á borð við Ölmu, Petrúnellu og Jovönu að

stíga vel upp og hjálpa til við að axla ábyrgðina innan liðsins.

 

Tamara virðist vera því verkefni vaxin að bera Girndavík langa leið en hún

hefur farið á kostum í þeim leikjum sem hún hefur spilað hér upp á

síðkastið. Unndór Sigurðsson, þjálfari liðsins, er reynslunni ríkari frá

því í fyrra sem og allir leikmenn hópsins og því ættu Grindavíkurkonur að

tefla fram sterkara liði í ár heldur en í fyrra.

Það munar mikið fyrir Grindavík að ungu stelpurnar í liðinu eru allar að hefja sitt annað ár í meistaraflokk. Þær vita um hvað þetta snýst og reynsla úr úrslitaleikjum í bikarnum og fyrirtækjabikarnum hjálpar þeim.

Spennandi verður að fylgjast með Ölmu Garðarsdóttur en hún kom skemmtilega á óvart á síðasta tímabili. Íris Sverrisdóttir er gífurlega efnileg stúlka sem hefur verið óheppin með meiðsli. Ef hún helst heil í vetur ætti hún að geta nýst Grindavíkurliðinu vel. Hún er hávaxin bakvörður og slíkir leikmenn vaxa ekki á trjám. Báðar þessar stelpur eru 16 ára en alls eru 5 stelpur í leikmannahópnum ára.

Leikmannahópur Grindavíkur

 

Jenný Ó Óskarsdóttir

Lilja Ó Sigmarsdóttir

Berglind A Magnúsdóttir

Tamara Bowie

Íris Sverrisdóttir

Jovana L Stefánsdóttir

Hildur Sigurðardóttir

Alma R Garðarsdóttir

Helga R Hallgrímsdótir

Ingibjörg Jakobsdóttir

Erna R Magnúsdóttir

Petrúnella Skúladóttir


Þjálfari: Unndór Sigurðsson

Grindavík mun eiga í mikilli baráttu við Keflavík um heimavallarréttin í úrslitakeppnni og því ljóst að fyrsti leikurinn milli þessara liða verður mikilvægur.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -