Grindvíkingar settu þriggja stiga met á tímabilinu í gærkvöldi þegar þeir settu 19 þrista í leik sínum gegn Keflavík í Lengjubikar karla. Þetta eru flestir þristar sem skoraðir hafa verið í einum leik í meistaraflokki á tímabilinu. Mest hafa 15 þristar litið dagsins ljós í Domino´s deild karla en 13 þristar í Domino´s deild kvenna.
Þristalistinn það sem af er leiktíð í meistaraflokki:
(Úrvalsdeild karla og kvenna, 1. deild karla og kvenna)
Domino´s deild karla
Grindavík-Snæfell – Grindavík 15 þristar
Snæfell-KR – Snæfell 15 þristar
Domino´s deild kvenna
Keflavík-Fjölnir – Keflavík 13 þristar
Njarðvík-Fjölnir – Njarðvík 13 þristar
1. deild karla
Höttur-Reynir Sandgerði – Höttur 14 þristar
1. deild kvenna
Stjarnan-Þór Akureyri – Stjarnan 7 þristar
Lengjubikar kvenna
KR-Grindavík – KR 10 þristar
Lengjubikar karla
Grindavík-Keflavík – Grindavík 19 þristar
Mynd/ [email protected] – Sammy Zeglinski setti 9 af 19 þristum Grindavíkur gegn Keflavík í gær.