spot_img
HomeFréttir16 liða úrslit í fullum gangi í FIBAEuroLeague kvenna

16 liða úrslit í fullum gangi í FIBAEuroLeague kvenna

10:26

{mosimage}

(Neveriye Yilmz leikmaður Fenerbahce)

 

Í FIBAEuroLeague kvenna eru 16 liða úrslit í fullum gangi og liðin búin að leika heima og að heiman og eru 5 lið komin í 8 liða úrslitin en staðan er 1-1 í þremur einvígjum. Þau lið sem eru komin áfram eru rússnesku liðin Spartak Moskva, CSKA Samara, franska liðið Bourges Basket, litháíska liðið TEO Vilnius og spænska liðið Ros Casares.

Þriðja leik þarf í þremur einvígjum og fara þeir leikir fram 7. febrúar. Þau einvígi sem skýrast þá eru Fenerbahce frá Tyrklandi og Dexia Namur frá Belgíu, MKB Euroleasing frá Ungveralandi og UMMC Ekateringburg frá Rússlandi og loks Gambrinus frá Tékklandi og MiZo Pécs frá Ungverjalandi og fara leikirnir fram á heimavelli fyrrnefndu liðanna.

 [email protected] Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -